Spurningar og svör

Ef leigutaki hyggst sækja um húsaleigubætur þá sér Leigufélag Búseta um að þinglýsa leigusamningi og skilar til sýslumanns þinglýstu eintaki.

Einstaklingar sem eru gjaldþrota geta leigt hjá Leigufélagi Búseta uppfylli þeir skilyrði leigufélagsins ásamt að geta sýnt fram á greiðslugetu. Í þessu samhengi er rétt að benda á að þegar sótt er um er hægt að nýta reitinn Athugasemd (í umsókn) til að veita leigufélaginu viðbótarupplýsingar.

Gæludýr eru ekki leyfð í fasteignum Leigufélags Búseta. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessari reglu svo sem þegar um er að ræða hunda til stuðnings sjónskertum einstaklingum.