Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Spurningar og svör

Ef leigutaki hyggst sækja um húsnæðisbætur þá sér Leigufélag Búseta um að þinglýsa leigusamningi og skilar til sýslumanns þinglýstu eintaki. Smelltu á tengil til að fá Upplýsingar um húsnæðisbætur

Einstaklingar sem eru gjaldþrota geta leigt hjá Leigufélagi Búseta uppfylli þeir skilyrði leigufélagsins ásamt að geta sýnt fram á greiðslugetu. Í þessu samhengi er rétt að benda á að þegar sótt er um er hægt að nýta reitinn Athugasemd (í umsókn) til að veita leigufélaginu viðbótarupplýsingar.

Reglur um dýrahald taka mið af 33. gr. laga um fjöleignarhús. Þegar um er að ræða íbúa sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang þá þarf samþykki 2/3 hluta íbúa. Aðeins eitt gæludýr er leyft í hverri íbúð og fylgja þarf gæludýrareglum LFB.

Sjá nánar gæludýrareglur LFB.

Endurgreiðsla tryggingafjár fer almennt fram innan tveggja vikna eftir afhendingu til nýs leigutaka. Í samræmi við húsaleigulög fer endurgreiðsla fram eigi síðar en innan fjögurra vikna.

Áður en tryggingarfé er greitt er gengið úr skugga um að íbúð hafi verið skilað samkvæmt samningi, engin vanskil séu á leigugreiðslum og að búið sé að aflýsa leigusamningi ef honum var þinglýst á sínum tíma.

Félagsmenn Búseta eru með forgang í leiguíbúðir Leigufélags Búseta óháð félagsnúmeri.

Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu íbúð er dregið.

Hægt er að gerast félagi hér.

Við erum ekki með biðlista en hægt er að skrá sig á póstlista neðst á síðunni.

Íbúðir eru auglýstar þegar þær losna og við sendum tilkynningu á póstlistann, facebook síðu LFB og Instagram síðu LFB.

Við afhendingu flytja starfsmenn Búseta rafmagnið yfir á leigjanda.

Leigjandi þarf sjálfur að velja sér raforkusala.

Hægt er að skoða samanburð hér.

Hægt er að senda viðhaldsbeiðni hér.

Fylla þarf inn tengiliðaupplýsingar, tilgreina hvað það er sem þarfnast viðhalds og haka við hvaða tími hentar best yfir daginn.