Markmið Leigufélags Búseta er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun og húsnæðisöryggi.
Góðir stjórnarhættir
Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku með ofangreint markmið að leiðarljósi. Stjórn og framkvæmdastjóri leggja áherslu á góða stjórnarhætti og meta reglulega stjórnarhætti sína með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga þar um.
Framkvæmdastjóri Búseta
Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri félagsins. Hann hefur á liðnum árum starfað sem stjórnandi á sviði fjármálamarkaða, hugbúnaðargeira og síðustu átta árin í fasteignageira. Bjarni er með M.Sc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Ríkisháskólanum í Kaliforníu og hefur stundað kennslu á háskólastigi. Hann er í stjórn NBO (Housing Nordic) samtaka norrænna húsnæðisfélaga og í stjórn Grænni byggðar. Bjarni hefur lokið löggildingu sem leigumiðlari.
Jón Ögmundsson
Stjórnarmaður
Jón er hæstaréttarlögmaður og meðeigandi Altus lögmanna slf. Hann er með próf í lögfræði frá HÍ og Háskólanum í Miami (UM). Jón er með lögmannsréttindi í Flórídaríki í Bandaríkjunum ásamt löggildingu sem fasteigna- fyrirtækja- og skipasali. Hann hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum innanlands sem utan og málum tengdum fasteignum. Jón er félagsmaður í Búseta.
Jón Hreinsson
Stjórnarmaður
Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðar Íslands og með langa reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja. Hann er með B.Sc. próf í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Jón er félagsmaður í Búseta.
Finnur Sigurðsson
Stjórnarmaður
Finnur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1990. Hann hefur starfað á fyrirtækjasviði Origo frá árinu 2002 og býr að mikilli þekkingu á sviði upplýsingatækni. Finnur er félagsmaður í Búseta.
Helga Egla Björnsdóttir
Varamaður í stjórn
Helga er deildarstjóri innan tekjustýringar á sölu- og markaðssviði hjá Icelandair. Hún er með B.A. gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands og alþjóðlegt IATA/UFTAA próf. Helga er búseturéttarhafi.