Stjórn og stjórnarhættir

Markmið Leigufélags Búseta er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun og húsnæðisöryggi.

Góðir stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku með ofangreint markmið að leiðarljósi. Stjórn og framkvæmdastjóri leggja áherslu á góða stjórnarhætti og meta reglulega stjórnarhætti sína með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga þar um.

Framkvæmdastjóri Búseta

Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri félagsins. Hann hefur á liðnum árum starfað sem stjórnandi á sviði fjármálamarkaða, hugbúnaðargeira og síðustu átta árin í fasteignageira. Bjarni er með M.Sc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Ríkisháskólanum í Kaliforníu og hefur stundað kennslu á háskólastigi. Hann er í stjórn NBO (Housing Nordic) samtaka norrænna húsnæðisfélaga og í stjórn Grænni byggðar. Bjarni hefur lokið löggildingu sem leigumiðlari.

Stjórn

Jón Ögmundsson

Stjórnarmaður

Jón er hæstaréttarlögmaður og meðeigandi Altus lögmanna slf. Hann er með próf í lögfræði frá HÍ og háskólanum í Miami (UM). Jón er með lögmannsréttindi í Flórídaríki í Bandaríkjunum. Hann hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum innanlands sem utan og málum tengdum fasteignum.

Jón Hreinsson

Stjórnarmaður

Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðar Íslands og með langa reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja. Hann er með B.Sc. próf í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Jón er félagsmaður í Búseta.

Finnur Sigurðsson

Stjórnarmaður

Finnur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1990. Hann hefur starfað sem söluráðgjafi á fyrirtækjasviði Origo frá árinu 2002 og býr að mikilli þekkingu á sviði upplýsingatækni. Finnur er búseturétthafi.

Helga Egla Björnsdóttir

Varamaður í stjórn

Helga er deildarstjóri innan tekjustýringar á sölu- og markaðssviði hjá Icelandair. Hún er með B.A. gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands og alþjóðlegt IATA/UFTAA próf. Helga er búseturéttarhafi.