Leigufélag Búseta

Leigufélagið er dótturfélag Búseta húsnæðissamvinnufélags og er með í útleigu 219 íbúðir á höfuðborgasvæðinu.

Ætlunin er að efla félagið og er nú í smíðum sérstök vefsíða fyrir það. Um síðustu áramót hætti félagið að taka við nýjum einstaklingum á biðlista. Þeir sem eru nú þegar á biðlista munu ganga fyrir þar til listinn er tæmdur. Núverandi íbúar og Félagsmenn í Búseta munu ganga fyrir. Markmiðið með breytingunum er að stuðla að aukinni skilvirkni, hagkvæmni og gagnsæi. Skilgreint hlutverk leigufélagsins er að bjóða upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun og húsnæðisöryggi.

Þeir sem eru nú þegar á biðlistanum geta sent póst á buseti@buseti.is til að uppfæra persónuupplýsingar eða breyta óskum um stærð íbúðar.

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Leigufélags Búseta. http://eepurl.com/gDtqkH

Lausar íbúðir

Þorláksgeisli 12 - 3ja herbergja íbúð - laus fljótelga sjá nánar hér