Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Starfsemin

Hlutverk Leigufélags Búseta er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun.

Með þessu er átt við að þú sem íbúi getur gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Leigufélag Búseta leggur áherslu á að bæta hag þeirra sem kjósa að leigja og er kostur á húsnæðismarkaði sem líkist norrænum leigufélögum. Byggt á ofangreindu og sanngjörnu leiguverði horfa leigjendur Búseta fram á veginn og geta gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma en almennt þekkist á íslenskum leigumarkaði.

Umsækjendur þurfa ekki að vera félagsmenn í Búseta húsnæðissamvinnufélagi en þeir sem eru félagsmenn hljóta forgang við úthlutun íbúða. Þá eru núverandi leigutakar í forgangi sæki þeir um flutning milli íbúða á vegum félagsins. Einfalt er að sækja um auglýstar eignir hér á vefsíðu félagsins. Leigufélag Búseta er sjálfstætt félag í eigu Búseta húsnæðissamvinnufélags.

Hlutverk

Búseti húsnæðissamvinnufélag, sem er móðurfélag Leigufélags Búseta, var stofnað 1983 og byggir á traustum grunni. Það er rekið án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagið á um 1.200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Búseti starfar að norrænni fyrirmynd og er aðili að NBO sem eru samtök norrænna húsnæðisfélaga. Félagið vinnur að hagsmunum félagsmanna og tryggir umsjón og fjölgun fasteigna með hagkvæmum hætti.

Markmið Búseta

Markmið félagsins er að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma í þágu félagsmanna. Félagið gætir hagsmuna allra félagsmanna með samfélagsábyrgð og langtímahugsun að leiðarljósi.