Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Umsóknar og úthlutunarferli

Það geta allir sótt um íbúð hjá Leigufélagi Búseta og ekki er nauðsynlegt að vera félagsmaður til að sækja um. En þeir sem eru félagsmenn í Búseta húsnæðissamvinnufélagi hljóta forgang við úthlutun íbúða. Þá eru núverandi leigutakar í forgangi sæki þeir um flutning milli íbúða á vegum félagsins. Einfalt er að sækja um auglýstar eignir hér á vefsíðu félagsins. Hver eign er auglýst til leigu í sjö daga og er á þeim tíma hægt að sækja um hana. Ef um fleiri en einn umsækjanda er að ræða er dregið úr öllum umsóknum sem hafa borist í eignina. Á þennan hátt hafa allir jafna möguleika á að fá íbúð leigða í samræmi við viðmið félagsins.

Umsókn um íbúð

 • Þú skráir þig á mínar síður með rafrænum skilríkum eða með kennitölu.
 • Á forsíðunni er að finna hlekkinn Íbúðir. Ef laus eign vekur áhuga smellir þú á hnappinn SÆKJA UM ÍBÚÐ.
 • Í umsókn fyllir þú inn upplýsingar um nafn og samskiptaupplýsingar ásamt samþykki fyrir uppflettingu á vanskilaskrá og lánshæfismati frá Creditinfo.
 • Fylgiskjöl: umsögn leigusala eða meðmæli ásamt staðfestingu á greiðslugetu.
 • Við úthlutun er vanskilaskrá / lánshæfismat CreditInfo skoðuð. Ef um vanskil er að ræða eru málefni umsækjanda skoðuð sérstaklega.

Úthlutun og staðfesting leigjanda

 • Umsækjandi fær póst um að hann hafi fengið úthlutað og upplýsingar um næstu skref.
 • Til að staðfesta leigu þarf að greiða staðfestingargjald kr. 30.000 með millifærslu fyrir hádegi næsta virka dags frá úthlutun. Þetta gjald kemur til frádráttar þegar gengið er frá tryggingu fyrir húsaleigu. Vinsamlegast athugið að um er að ræða óafturkræft gjald sem fæst ekki endurgreitt komi ekki til undirritunar leigusamnings.
 • Samkomulag um afhendingardagsetningu ákveðið
 • Innan viku frá úthlutun eru gengið frá eftirstöðvum tryggingagjalds í heimabanka. Leigutrygging svarar til tveggja til þriggja mánaða leigugreiðslu.
 • Allir umsækjendur fá svar við umsókn sinni í tölvupósti að útdrætti loknum.

Samningur og afhending

 • Fyrir undirritun samnings og afhendingu íbúðar eru eftirstöðvar mánaðargjalds, auk þjónustugjalds skv. gjaldskrá, greiddar með kröfu í heimabanka.
 • Við afhendingu íbúðar er skrifað undir leigusamning sem er ótímabundinn og með sex mánaða uppsagnarfresti.
 • Um leið er gerð afhendingarúttekt og lyklar afhentir.

Leigufélag Búseta er dótturfélag Búseta hsf og hefur það hlutverk að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að þú sem íbúi getur gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma en almennt þekkist á leigumarkaði. Á liðnum árum hefur Leigufélag Búseta lagt sitt af mörkum til að bæta hag þeirra sem kjósa að leigja. Þeir sem hafa áhuga á að leigja hjá Leigufélagi Búseta þurfa ekki félagsaðild, þeir sækja einfaldlega um auglýstar eignir hér á vefsíðu félagsins. Félagsmenn í Búseta njóta þó forgangs.