Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Uppsögn og skil

Uppsögn og skil íbúðar

Eins og húsaleigulög kveða á um er uppsagnarfrestur sex mánuðir þegar um ótímabundinn samning er að ræða. Þegar íbúð er skilað er framkvæmd lokaúttekt af fulltrúa Leigufélags búseta um leið og lyklum er skilað. Fulltrúi leigufélagsins metur ástand íbúðar og hvort eitthvað þurfi að laga. Leigutaki er viðstaddur úttektina, ef aðilar eru ekki sammála um ástand og úttekt er hægt að óska eftir úttekt þriðja aðila. Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra. Úttekt skal leggja til grundvallar ef ágreiningur verður um bótaskyldu leigjanda við skil húsnæðis.

Ef frágangur og ástand íbúðar er í lagi verður trygging fyrir leigu endurgreidd. Ef leigusali þarf að lagfæra eða þrífa er sá kostnaður greiddur af leigutaka og getur reynt á leigutrygginguna. Því leggjum við hjá Leigufélagi Búseta áherslu á að leigjendur gangi vel um og skilji vel við íbúðirnar svo ekki þurfi að koma til óþarfa óþæginda og kostnaðar. Þegar leigjendur undirbúa íbúð fyrir skil þarf að hafa í huga að gæði vinnu við standsetningu og viðgerðir skulu vera af sambærilegum gæðum og unnið væri af fagmanni.

Fara á milli innan Leigufélags Búseta

Leigjendur Leigufélags Búseta geta sótt um að flytja sig í aðra fasteign á vegum leigufélagsins. Leigjandi fylgist með á vefnum lfb.is hvort fasteign af því tagi sem sóst er eftir er laus og sækir um. Leigendur hjá Leigufélagi Búseta sem vilja flytjast milli íbúða njóta forgangs við úthlutun.