Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Hagnýt ráð

Dagleg umgengni og venjur hafa mikil áhrif á endingu og ástand íbúðarhúsnæðis. Hér að neðan má finna nokkur góð ráð sem eiga það sammerkt að hafa góð áhrif.

Baðherbergi

Þegar ekki er gluggi er útsog á baðherbergjum og í þvottahúsum. Ekki má tengja barka frá þurrkara beint við útsog og loka fyrir útloftun á rýminu. Lokið aldrei fyrir loftræstilögn. Loftræstið vel eftir böð. Forðist, ef mögulegt er, að þurrka þvott innanhúss. Niðurföll á baðgólfi og þvottahúsgólfi eru gegnum-streymisniðurföll og safnast óhreinindi í þau. Taka þarf upp rist og hreinsa þau reglulega.

Ofnlokar

Á ofnum eru hita- og rennslislokar. Til að halda heitavatnsnotkun í lágmarki verður að gæta þess að þeir verði ekki fyrir hnjaski. Gott er að hreyfa við þeim öðru hvoru til að þeir festist ekki, t.d. að skrúfa frá og fyrir nokkrum sinnum, á u.þ.b. 3ja mánaða fresti.

Neysluvatn

Hreinsa verður sigti blöndunartækja eða skipta um þau þegar rennsli minnkar frá þeim. Hægt er að loka fyrir allt neysluvatn í íbúðunum. Undir eldhúsvösk-um, handlaugum og við hlið salerna eru tengikranar og í skolvatnsblöndunar-tækjum eru kúlulokur sem lokað er með skrúfjárni.

Um ofna, hita og raka

Raki innanhúss Birgið ekki ofna með húsgögnum, þvotti eða gluggatjöldum. Ofnkrani sem staðsettur er við efri brún ofnsins er svokallaður hitanemi sem stjórnast af hitastigi herbergisins, ekki má byrgja slíkan nema. Krani sem staðsettur er við neðri brún ofns stjórnast af íbúanum sjálfum það er handvirkt.

Eldhús

Látið gufugleypi ganga við matargerð, skipta þarf um kol og filter árlega. Hafið lok á pottum við matargerð þá myndast minni raki. Loftræstið eftir matargerð. Helluborð er gott að þrífa skv. leiðbeiningum framleiðenda.

Gólfdúkar

Mikilvægt er að gólfdúkum sé haldið við. Gott er að rykmoppa dúka með þurri moppu reglulega og bón er besta vörnin. Best er að þvo dúkana upp úr ylvolgu eða köldu vatni. Forðist að nota heitt vatn þar sem það eyðir bóninu og dúkurinn verður fljótlega ljótur. Nota skal sápu með hlutlausu ph-gildi og hafa klútinn rakan ekki blautan. Þegar bónleysir er notaður þarf að fara vel eftir leiðbeiningunum á umbúðunum.

Flísar

Gæta skal þess að ekki myndist kísilútfellingar á veggflísum og hreinlætistækjum, vegna heita vatnsins, til að tryggja að áferð flísanna haldist. Gott er að sprauta köldu vatni á flísarnar í kringum sturtuna eftir notkun.

Innréttingar

Ekki má þrífa spónlagðar hurðir og borð með salmíaki, t.d. í eldhússinnréttingu, bólur geta myndast á fletinum. Best er að nota milda sápu svo sem brúnsápu.

Um rúður, hurðar og skrár

Varasamt er að byrgja glugga alveg að innanverðu, hvort sem er með pappír, plasti eða öðru, þar sem rúðurnar geta sprungið. Myndist þéttiraki innan á rúður er mikilvægt að lofta út og þurrka það vatn sem sest í gluggann svo það valdi ekki skemmdum á honum. Af sömu ástæðu er mikilvægt að draga frá gluggum á daginn. Smyrja verður glugga, útihurðar og svalahurðarskrár einu sinni á ári með þunnri olíu.

Snjóbræðsla

Ef snjóbræðsla er í tröppum eða stígum í kringum hús er mikilvægt að íbúar fylgist vel með hita og rennsli í henni til að fyrirbyggja að hún valdi ekki tjóni. Góð regla er að láta yfirfara snjóbræðsluna á hverju hausti.