Við afhendingu flytja starfsmenn Búseta rafmagnið yfir á leigjanda.
Leigjandi þarf sjálfur að velja sér raforkusala.
Nei, skrifað er undir leigusamninginn í íbúðinni á sama tíma og afhendingarúttekt fer fram.
Hægt er að senda viðhaldsbeiðni hér.
Fylla þarf inn tengiliðaupplýsingar, tilgreina hvað það er sem þarfnast viðhalds og haka við hvaða tími hentar best yfir daginn.
Öll hús hjá Leigufélagi Búseta eru í snjómokstursáskrift.
Já, það má mála íbúðina. Það er gert á eigin kostnað.
Félagsmenn Búseta eru með afslátt í Málningu á málingu og aukahlutum.
Þegar flutt er úr íbúðinni þarf að skila henni ný málaðari skv. málningarleiðbeiningum Leigufélags Búseta.
Leigufélag Búseta sér um að bóka verktaka í lóðaumhirðu í öllum húsum. Verktakarnir eru mismunandi eftir húsum.
Leigufélag Búseta sér um að bóka verktaka í þrif á sameign í öllum húsum. Verktakarnir eru mismunandi eftir húsum.
Leigufélag Búseta lætur reglulega þrífa glugga í húsum sem eru í eignasafninu.
Íbúðarfundur er haldinn af Leigufélagi Búseta þar sem einn eða fleiri starfsmenn mæta í húsið og halda fund.
Á fundinum er rætt um sorphirðu, sameiginleg rými, fyrirhugaðar framkvæmdir og fl.
Íbúðafundurinn er gott tækifæri til að kynnast nágrönnum sínum.
Vinsamlega láttu okkur vita um andlát eins fljótt og mögulegt er og hvenær megi eiga von á því að íbúð verði skilað.
Almennt er sex mánaða uppsagnarfrestur á íbúðum en við okkar besta að vera sveigjanleg og koma til móts við lögerfingja við skil á íbúðum við andlát. Leiga er greidd þangað til að lokaúttekt fer fram og lyklum er skilað.
Mismuandi lyklakerfi er í hverju húsi.
Senda þarf inn beiðni til skrifstofu Búseta á leigufelag@buseti.is eða hafa samband símleiðis í síma 556-1000.
Nei, það þarf ekki að þinglýsa leigusamningum þar sem Leigufélag Búseta sendir þá alla rafrænt til HMS.
Það er mismunandi eftir sveitarfélögum. Hér má nálgast sorphirðudagtal sveitafélaganna:
Sorphirðudagatal Hafnarfjarðar
Hver eign er auglýst í sjö daga og er á þeim tíma hægt að sækja um hana á vef Leigufélagsins www.lfb.is.
Núverandi leigutakar eru í forgangi sæki þeir um flutning milli íbúða á vegum félagsins.
Endilega láttu okkur vita skriflega með því að senda tölvupóst á leigufelag@buseti.is.
Ef um neyðartilvik er að ræða hafðu samband við 112.
Það er óheimilt að leigja út íbúðir í gegnum Airbnb eða sambærilegar skammtímaleiguþjónustur. Slík leiga telst brot á leigusamning sem er undirritaður.
Hafa þarf samband við Búseta varðandi breytingar á íbúð en að sjálfsögðu er í lagi að hengja upp myndir, hillur og aðra hluti á veggi.
Ef þú greiðir ekki á eindaga er sendir Motus, fyrir hönd Leigufélag Búseta, innheimtuviðvörun 7 dögum frá eindaga.
Ef leiga er enn ógreidd 30 dögum eftir eindaga fer leigukrafa í milliinnheimtu til Motus með viðeigandi kostnaði.
Þegar 45 dagar eru liðnir frá gjalddaga reiknings tekur við uppsagnarferli sem felur í sér riftun samnings. Á þessu stigi er skuld farin í lögfræðiinnheimtu.
Leigan er tengd við vísitölu neysluverðs. Það þýðir að leiga hækkar eða lækkar í samræmi við breytingar á vísitölunni.
Ef eldsvoði eða innbrot á sér stað er slíkt tilkynnt í síma 112.
Þegar um bruna- og vatnstjón er að ræða þurfa íbúar að hafa tafarlaust samband við TM. Næsta virka dag þarf að láta Leigufélag Búseta vita.
Símanúmer TM: 515 2000
Grænt símanúmer: 800 2000
www.tm.is
Tjónavakt TM utan opnunartíma er í síma: 800 6700
Í neyðartilfellum er hægt að hringja í neyðarsíma Búseta sem er 556 0112.
Fyrsta skref er að bóka tíma hjá starfsmanni í uppsögn hér.
Starfsmaður Leigufélags Búseta fer yfir ferlið á fundinum.
Uppsagnafrestur er samkvæmt húsaleigulögum hverju sinni. Sjá nánar hér.
Ef óskað er eftir því að fara fyrr reynum við eftir fremsta megni að vera sveigjanleg og koma til móts við leigjendur.
Endurgreiðsla tryggingafjár fer almennt fram innan tveggja vikna eftir afhendingu til nýs leigutaka. Í samræmi við húsaleigulög fer endurgreiðsla fram eigi síðar en innan fjögurra vikna.
Áður en tryggingarfé er greitt er gengið úr skugga um að íbúð hafi verið skilað samkvæmt samningi, engin vanskil séu á leigugreiðslum og að búið sé að aflýsa leigusamningi ef honum var þinglýst á sínum tíma.
Já við uppsögn er bókuð ástandsskoðun á íbúðinni þar sem fulltrúi Búseta kemur og tekur hana út en þar getur þú getur óskað eftir tilboði í málningu og/eða þrif.
Allir geta sótt um íbúð hjá Leigufélagi Búseta.
Félagsmenn Búseta og núverandi íbúar eru í forgangi.
Ef leigutaki hyggst sækja um húsnæðisbætur þá sér Leigufélag Búseta um að þinglýsa leigusamningi og skilar til sýslumanns þinglýstu eintaki. Smelltu á tengil til að fá Upplýsingar um húsnæðisbætur
Einstaklingar sem eru gjaldþrota geta leigt hjá Leigufélagi Búseta uppfylli þeir skilyrði leigufélagsins ásamt að geta sýnt fram á greiðslugetu. Í þessu samhengi er rétt að benda á að þegar sótt er um er hægt að nýta reitinn Athugasemd (í umsókn) til að veita leigufélaginu viðbótarupplýsingar.
Reglur um dýrahald taka mið af 33. gr. laga um fjöleignarhús. Þegar um er að ræða íbúa sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang þá þarf samþykki 2/3 hluta íbúa. Aðeins eitt gæludýr er leyft í hverri íbúð og fylgja þarf gæludýrareglum LFB.
Sjá nánar gæludýrareglur LFB.
Félagsmenn Búseta eru með forgang í leiguíbúðir Leigufélags Búseta óháð félagsnúmeri.
Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu íbúð er dregið.
Við erum ekki með biðlista en hægt er að skrá sig á póstlista neðst á síðunni.
Íbúðir eru auglýstar þegar þær losna og við sendum tilkynningu á póstlistann, facebook síðu LFB og Instagram síðu LFB.
Leigufélag Búseta er með íbúðir í Reykjavík, Hafnafirði, Álftanesi (Garðabæ) og Mosfellsbæ.
Já, það eru hleðslustöðvar frá ON við öll hús Leigufélags Búseta nema Tangabryggju.
Í bílakjallara við Tangabryggju er búið að vinna allar forvinnu til þess að setja upp hleðslustöð. Leigjandi þarf að panta uppsetning hjá Ísorku. Í framhaldi getur leigjandi valið um að kaupa sér hleðslustöð eða leigja í gegnum Ísorku.
Leigan er tengd við vísitölu neysluverðs. Það þýðir að leiga hækkar eða lækkar í samræmi við breytingar á vísitölunni.
Já, farið er fram tryggingu sem nemur þriggja mánaða leigu.
Í flestum fjölbýlishúsum í eignasafni Leigufélags Búseta fylgir eitt merkt bílastæði hverri íbúð. Þar sem ekki eru merkt bílastæði er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja íbúð.
Nei, aðeins er bílakjallari í Litlakrika 1 og Tangabryggju 10.
Leigjendur bera ábyrgð á að tryggja sitt innbú með heimilis- eða innbústryggingu. Leigufélag Búseta sér um að brunatrygging sé til staðar.
Rafmagn og mælt er að leigjendur tryggi sitt innbú.
Við hús Leigufélags Búseta eru eftirlitsmyndavélar sem taka upp myndefni.
Um er að ræða rafræna vöktun sem fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).
Eftirlitsmyndavélar eru settar upp í öryggis- og eignavörslutilgangi.