Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Samþykktir Búseta uppfærðar

Tillögur stjórnar Búseta um breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar einróma á aukaaðalfundi

Tillögur stjórnar Búseta um breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar einróma á aukaaðalfundi félagsins á Grand hótel miðvikudaginn 13. október. Farið var í endurskoðun samþykktanna eftir breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög, sem samþykktir Búseta byggja á. Breytingarnar sem gerðar voru á samþykktunum lúta mikið að orðalagi til samræmis við lög um húsnæðissamvinnufélög og felld voru úr samþykktunum úrelt ákvæði.

Breytingarnar sem hafa verið gerðar á lögum um húsnæðissamvinnufélög á síðustu árum eru nokkuð umfangsmiklar, að sögn Jóns Ögmundssonar stjórnarformanns sem fór yfir tillögur að breytingunum og útskýrði þær grein fyrir grein. Hluti breytinganna hafði verið innleiddur við endurskoðun samþykkta Búseta árið 2018 en þörf var á að gera frekari breytingar þar sem sum ákvæði voru orðin úrelt og önnur vantaði í samþykktirnar. Vinna við endurskoðun hófst á skrifstofu Búseta í lok árs 2020 í samstarfi við Guðfinnu Guðmundsdóttur lögfræðing.

Samþykktir Búseta 2021.